Stækkanir - verð

Verðlisti - stækkanir o.fl.

Við erum svo með ýmis konar útfærslur í útprentunum; stækkanir, rammar, strigamyndir, myndabækur, jólakort, boðskort, þakkarkort og fleira.

 ➥Bóka tíma 

Verðskrá fyrir myndatökur er hér: Myndatökur.


Stækkanir á ljósmyndapappír með kartoni

Stækkanir eru afhentar tilbúnar með sýrufríu kartoni sem verndar myndina. Kartonin eru í algengum rammastærðum.

2+ ➔ 20% afsláttur fyrir fleiri en eitt eintak af sömu mynd í sömu stærð
* Verð á stækkun án kartons.

Hefðbundnar stærðir Karton / rammastærð Verð 2+ *
9x13  karton 13x18 4.900 3.900*
10x15  karton 15x20 4.900 3.900*
13x18  - innifalið karton 18x24 6.400 5.100*
15x20 karton 24x30 7.200 5.800*
18x24  karton 24x30 7.800 6.200*
20x30 karton 30x40 9.200 7.400*
22x33 - stórfjölskyldan karton 30x40 9.200 7.400*
30x40  karton 40x50 15.000 12.000*
Ferkantaðar
15x15 - 1:1 karton20x20 7.200 5.800*
20x20 - 1:1 karton 30x30 9.200 7.400*
30x30 - 1:1 karton 40x40 15.000 12.000*
40x40 - 1:1 karton 50x50 19.500 15.600*
Panórama
14x24 - 9:16 karton 21x30 - A4 7.800 6.200*
15x30 - 1:2 karton 30x40 9.200 7.400*
17x52 - 1:3 karton 25x60 15.000 12.000*
2-5 myndir saman í ramma
2stk 10x15 karton 24x30 9.200 7.400*
3stk 13x18 karton 25x60 15.000 12.000*
4stk 10x15 karton 25x60 16.900 13.500*
5stk 10x15 karton 25x60 19.500 15.600*
Risamyndir / sérstækkanir Breidd (cm) x Hæð (cm) x 8 - hafðu samband

Hvað gerir karton:

Kartoni fylga margir kostir, sem eru kannski ekki augljósir, en atvinnuljósmyndarar og innrammarar, sem vilja að myndirnar endist út ævina, nota flestir karton nema það séu notaðar aðrar leiðir sem fagmenn þekkja.
- Útskorið karton er klassískur og snyrtilegur frágangur sem stenst tímas tönn.
- Sýrufrítt kartoni verndar myndina.
- Það heldur henni flatri ef rétt er staðið að.
- Kartonið heldur myndinni frá glerinu í rammanum og kemur í veg fyrir að myndin klessist á glerið.
- Það myndar loftrými sem kemur í veg fyrir raka og þar með myglu.
- Kartonin sem við notum eru í stöðluðum stærðum og passa í hefðbundar rammastærðir.
- Karton með baki er stíf umgjörð sem er góð leið til að afhenda myndirnar í.
- Ef karton er ekki notað þá þarf samt að afhenda myndir í stífum pappa eða þykkum umslögum sem kosta líka sitt.
Myndirnar frá mér eru með rönd utanum myndina og eru aðeins minni en opið á kartoninu. Svo merki ég þær. Þetta er mjög fínn frágangur en það er ómögulegt að skera mynd nákvæmlega nema hafa stjórn á því alla leið. 
Staðlaðar stærðir eru í aðeins mismunandi hlutföllum sem breytir mynduppbyggingu smávægilega. Stundum nóg til að það klippist klaufalega af höfði og útlimum. Það er óvíst að annar aðili sem fær verkið í hendurnar hafi sama auga fyrir slíkum (smá) atriðum.

Vandaðir myndarammar úr viði - Nielsen Quadrum

- Lútaðir (hvíttaðir), svartir og úr náttúrulegri eik. Ferkantaður prófíll.

Rammi/karton Mynd Verð
13x18 9x13 og 10x15 2.900
18x24 13x18 og 15x20 3.900
24x30 18x24 4.900
30x40 20x30 6.400
40x50 30x40 8.900
20x20 - ferkantaður 15x15 2.900
30x30 - ferkantaður 20x20 3.400
40x40 - ferkantaður 30x30 3.900
21x30 - Panorama 14x24 4.900
25x60 - Panorama 17x52 eða nokkrar saman! 6.900

Strigamyndir

Strigamyndir eru mjög vinsælar fyrir yngstu börnin, systkinin og fjölskyldumyndir.

Við notum vandaðan þykkan bómullarstriga og rúllum yfir með glærri lakkhúð til að loka striganum og vernda myndina. Það má strjúka yfir myndina með rakri tusku.  Blindramminn er úr vönduðum viði sem verpist ekki.

Standard Ferkantaðar  Panórama Strigamynd
20x30 25x25 20x40 12.000
30x40 30x30 25x50 18.000
40x50 40x40 30x60 25.000
50x70 50x50 40x80 35.000
Risamyndir  breidd (cm) x hæð (cm) x 10

(Það er mikið um ódýr tilboð á strigamyndum en það er ekki sömu gæði. Strigamynd frá okkur endist ævina á enda).


Flótandi rammi fyrir strigamyndir - Vegleg framsetning

Fljótandi rammi gerir fallegar myndir enn veglegri. Sérstaklega þegar um stærri myndir er um að ræða.

Standard Ferkantaðar  Panórama Verð á fljótandi ramma
20x30  25x25  20x40  11.900
30x40  30x30  25x60  14.900
40x50  40x40  30x70 18.900
50x70  50x50  40x80 22.000


Myndabækur - Sýnishorn

Myndabækurnar er innbundnar og sérprentaðar fyrir hvern og einn. Myndirnar eru prentaðar á ekta ljósmyndapappír sem endist í áratugi. Hægt er að velja um nokkrar gerðir af kápu.

Myndabækur

Myndabækurnar er innbundnar og sérprentaðar bækur. Myndirnar eru prentaðar á ekta ljósmyndapappír sem endist í áratugi. Myndirnar eru ca 11x16 cm. Það fer þó eftir hlutföllum, lóðrétt, lárétt, ferkantað.

Myndabækurnar eru eiguleg minning og fyrirtaks gjöf. Þær henta fyrir barna- og fjölskyldumyndatökur og eru sérstaklega vinsælar fyrir fermingarmyndir.

Hægt er að bæta við, fá fleiri eða færri myndir eftir þörfum.

Kápurnar eru: Drappleit, svört, hvít, steingrá, rauð.

Myndabækur Innbundin bók 21x21cm með 10, 16 eða 24 myndum í stærð 11x16cm 
10 mynda bók með myndum í 11x16  13.900
16 mynda bók með myndum í 11x16  18.900
24 mynda bók með myndum í 11x16  24.900
Aukamyndir í bók - 1-6 stk / kr. per mynd. 900
Aukamyndir í bók - 7 stk eða fleiri / kr. per mynd. 700


20% afsláttur af "eins" aukabókum ef þær eru pantaðar á sama tíma og innifalin bók.


Prentleyfi

Með Prentleyfi getur þú unnið sjálf úr myndunum. Með "unnum" myndum er átt við að þær eru skornar til og yfirfarnar, sár og marblettir fjarlægðir. "Óunnar" myndir eru samt í mínum stíl en óskornar og óunnar að öðru leiti.

Það eru kostir og gallar sem fylgja því. Það getur kostað minna en á móti kemur að þá hef ég minni stjórn á lokaútkomu. Myndir eru aldrei fullunnar nema þegar það er búið að prenta og setja í karton eða ramma.

 Að afhenda prentfælana er eins og að afhenda filmurnar. 

Prentleyfi Verð
Lítil mynd Allt að15x21cm upplausn - t.d. fyrir jólakort. A6/A5

3.500

Stór mynd

Full upplausn - Mynd hægt að nota að vild.

Innifalið er að útbúa strigamynd fyrir prentun.

7.900

10 unnar myndir á CD í fullri upplausn

16.900
20 unnar myndir á CD í fullri upplausn 24.900 

 

Unnar myndir eru skornar og yfirfarnar, sár og marblettir fjarlægðir.

Við setjum svo allar hinar með "óunnar" í skjáupplausn. Þá verður diskurinn eigulegri.


Tækifæriskort

Jólakort, boðskort, þakkarkort o.fl.

Jólakort með mynd og umslagi.

Fyrirfram prentuð jólakort. Myndin er 10x15sm (A6) sem er algengasta myndastærðin. Þið getið handskrifað kveðju innaní.

Verð: 390 kr/stk. Lágmark 20 = 7.800

300kr stk. fyrir 50+

Mátt velja ólíkar myndir en ekki færri en 10 í setti.

10x15cm lausar myndir fyrir A6 jólakort - 20 stk. lágmark

Verð: 290 kr/stk. Lágmark 20 = 5.800

 


Sérprentað kort með 2 myndum - A6 eða A5

Jólakort, boðskort, þakkarkort og fleira.

Sérhönnuð og sérmerkt kort með 2 myndum A6 eða A5, brotið. 

Þið veljið myndir og sendið texta á forsíðu og innsíðu.

Verð: A6 450 kr stk. - lágmark 30 stk

Verð: A5 550 kr stk. - lágmark 30 stk

PS: Hægt að prenta nafn og heimilisfang á umslag úr Excel skjali.

[A1: Nafn, B1: Gata, C1: Póstnr, D1: Staður]145kr per nafn


Sérprentað kort (A6) með 4-6 myndum

Við erum með sérhönnuð og sér merkt kort með 8 prentflötum, þríbrotin. Hentar stórum fjölskyldum og meiri fjölda. Þau standa vel og hafa lengri líftíma en hefðbundin jólakort.

Verð: 890 kr stk. - lágmark 40 stk

PS: Hægt að prenta nafn og heimilisfang á umslag úr Excel.

[A1: Nafn, B1: Gata, C1: Póstnr, D1: Staður] - 145kr per nafn 


Gjafabréf fyrir myndatöku - Gjafakort


Gjafabréf fyrir myndatöku er tilvalið jóla- afmælis- eða tækfærisgjöf. Gjafakort fyrir hinar ýmsu myndatökur. Litlir sem stórir pakkar í boði. Móttakandi getur uppfært í stærri pakka og greitt mismuninn sjálf/ur.

Hægt er að velja úr ýmsum myndatökutilboðum eða ákveðna upphæð:

 • Pakki I
 • Pakki II
 • Pakki III
 • Pakki IV
 • Bumbu
 • Nýbura
 • Ungbarna
 • Portrett
 • Módelmyndir
 • Fitnessmyndir
 • Velja upphæð!

Sjá hér: Myndatökur.

Myndatökur fara svo fram þegar það hentar viðtakanda.


Verð eru birt með fyrirvara um breytingar. Uppfært 03.03.16