Ljósmyndastofa

Ljósmyndastofa

Fyrir þínar mætustu minningar.

40x80cm panórama strigamynd á vegg

Fjölbreytt ljósmyndaþjónusta fyrir fjölskyldur og fyrirtæki

                                

Fjölskyldumyndir Portrett: Hópmyndir: Passamyndir:
Barnamyndir,
fjölskyldumyndir,
fermingar,
útskriftir,
nýburar,
bumbumyndir,
stórfjölskyldan,
og fleira.
Portrett,
brjóstmyndir,
portrett af stjórnendum
og yfirmönnum,
til að setja á Facebook,
eða til eiga og gefa.

Hópmyndir af 
stórfjölskyldunni
starfsfólki,
vinahópnum,
og fleira.

Passamyndir í vegabréf,
ökuskírteini,
vegabréfsáritanir,
starfsmannamyndir,
myndir fyrir starfsumsóknir,
CV og ýmis skírteini.

Hér er verðskrá fyrir margvíslegar myndatökur: MYNDATÖKUR

Módelmyndir:

Einnig er ég með myndatökur fyrir verðandi fyrirsætur, leikara, tónlistarfólk og fitnessfólk.

Módelmyndir: Módelmyndir

Fitnessmyndir: Fitnessmyndir


Nýtt studio á Snorrabraut 56A

Við erum á besta stað í bænum á Snorrabraut 56A.

Inngangur bakatil, upp tröppur, merkt Superstudio.

Við erum með fullbúið studio með frábærri aðstöðu fyrir viðskiptavini. Förðunaraðstaða, skiptiklefi og  fleira. Frí bílastæði eru bakatil og gjaldskild bílastæði á Snorrabraut.


Jón Páll - ljósmyndari

Gullfallegar myndir, framúrskarandi þjónusta, 20 ára reynsla.

Jón Páll Vilhelmsson ljósmyndari er að góðu kunnur eftir tveggja áratuga viðveru í bransanum bæði hér á íslandi og víðar. Jón Páll hefur starfað við ljósmyndun síðan 1995 þegar hann kom frá námi í Bandaríkjunum. Hann nam við Brooks Institute of Photography í Santa Barbara í Kaliforníu. Hann hefur einnig starfað á erlendri grund. Árið 2007 starfaði hann sem ljósmyndari í Mílanó hjá tískukónginum Giorgio Armani.

Á s.l. tuttugu árum hafa margir orðið fyrir linsunni hans. Frægir sem ófrægir, venjulegt fólk og sumir af ýmsu merkilegir. Hann vann fyrir Fróðatímaritin/Birting um skeið. Þá hefur hann unnið fyrir mörg af stærstu fyrirtækjum landsins og helstu auglýsingastofurnar.

Hafðu samband:

Best er að hafa samband í gegnum formið á heimasíðunni: Hafðu samband