Hvítur bakgrunnur

Hvítur bakgrunnur á miðvikudögum!

Stundum er það einfalda sem virkar best. Fólk og vörur á hvítum bakgrunni. Eða gráum, grænum eða svörtum. Við verðum með tilbúna uppstillingu með hvítum bakgrunni á miðvikudögum í vetur. Einstaklingar og fyrirtæki geta þá komið og fengið myndir með stuttum fyrirvara á betra verði en hefur þekkst.

Það ekkert "bara" að gera bara "eina" mynd.

Það sem kostar mest er að byrja á verkinu þ.e. að að stilla upp og gera allt klárt. Þetta er um 2ja klukkustunda ferli að stilla upp fyrir eina mynd. Samskiptin taka tíma. Það tekur tíma að stilla upp og stilla ljós og græjur þannig að allt gangi upp. Að taka myndina tekur síðan bara 1/100 úr sekúntu. Þá þarf að ganga frá, vinna mynd í tölvu, afhenda, skrifa reikning, hringja nokkrum sinnum til að fá reikninginn borgaðan o.s.frv, o.s.frv.

Nú verður þetta einfaldara og ódýrara með hvítum bakgrunni á miðvikudögum í vetur.

Hafið samband til að fá upplýsingar um verð og fleira.


Vörumyndir, matarmyndir, myndir af húsgögnum og ýmsar uppstillingar eftir Jón Pál ljósmyndara